„Ótal skilaboð þar sem fólk spyr um ástvini sína“

04.08.2020 - 23:12
Erlent · Asía · Beirút · Líbanon
Mynd: EPA-EFE / DAR AL MUSSAWIR
Íbúi í Beirút segir stöðugt sírenuvæl hafa ómað síðan í borginni allt frá því öflugar sprengjur sprungu við höfnina síðdegis í dag. Fjöldi fólks leita í örvætingu að ástvinum sínum og spítalar noti samfélagsmiðla til þesa að biðla til fólks um að gefa blóð.

Spítalar í Beirút eru yfirfullir þurft hefur að sinna slösuðum á bílastæðum. Óttast er að fjöldi slasaðra og látinna sé mun meiri, mikil skelfing og ringulreið greip um sig í borginni um leið og sprengingarnar urðu.

Fréttastofa náði tali af Ala´a sem býr í Beirút og starfar rétt hjá höfninni. Hann var nýkominn heim þegar sprengingarnar urðu. Hann heyrði ekki mikið í þeirri fyrri en sú seinni var gríðarleg.  „Ég er tvo kílómetra frá sprengingunni en gluggarnir, loftkælingin og rúðurnar mölbrotnuðu alls staðar í hverfinu mínu. Ég sé ekki höfnina héðan, hún er hinum megin við hæðina en ég sá logana á bak við háhýsin, 20. hæða mjög há hús. Ég sá logana yfir háhýsin sem sýnir hversu gífurleg þessi sprenging var,“ segir Ala´a. 

Leita í örvæntingu af ástvinum sínum

Hann segir að fjöldi fólks leiti í örvæntingu af ástvinum. „Við höfum séð ótal skilaboð í sjónvarpinu eða á Facebook þar sem fólk spyr um ástvini sína. Nöfn þeirra eru sett á Facebook. Enn er fjölda fólks saknað en eins og sagt er á arabísku: Með morgninum kemur allt í ljós.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ala´a býr í Beirút og starfar sem kennari.

Sprengingarnar voru öflugar að fólk sem býr á Kýpur, í nærri 200 kílómetra fjarlægð frá Beirút, segist hafa fundið fyrir þeim. Ljóst er að eyðileggingin í Beirút er er gríðarleg. „Ég veit ekki hvort þið heyrið það á bak við mig en frá því klukkan 18:15 (15:15 að íslenskum tíma) hefur heyrst í sírenum um alla borg. Á Facebook og í WhatsApp-hópum biðja sjúkrahúsin alla sem geta að koma og gefa blóð,“ segir Ala´a. 

Ekki virðist grunur um hryðjuverk en enn hefur ekki verið staðfest hvað olli sprengingunni. Innanríkisráðherrann sagði við fjölmiðla fyrr í kvöld að ammoníumnítrat, afar eldfimt efni sem stundum er notað í sprengjur hafi fundist á svæðinu. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur ýjað að því að rekja megi sprengingarnar til vöruhúss sem gerðar hafi verið athugasemdir við allt frá 2014. 

epa08583795 A still image grabbed from a mobile phone video and made available by Twitter user @tayyaraoun1 showing the moment of the massive explosion that rocked the harbor area of Beirut, Lebanon, 04 August 2020. According to reports, several people have been injured and large area badly damaged.  EPA-EFE/@tayyaraoun1   EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sprenginganna varð vart í órafjarlægð.
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi