Ísraelsher gerir loftárásir á Sýrland

04.08.2020 - 00:24
Erlent · Damaskus · Gólan-hæðir · Hezbollah · Írak · Íran · Ísrael · Loftárás · Stríð · sýrland
epa06760152 A Syrian flag flies near the damaged buildings at the recently-seized al-Hajar al-Aswad neighborhood in south Damascus, Syria, 24 May 2018. According to media reports, a mass celebration was held at al-Najmeh Square in the adjacent al-Hajar al
 Mynd: EPA
Ísraelskar orrustuþotur, árásarþyrlur og annarskonar herflugvélar gerðu í dag árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í suðurhluta Sýrlands. Jafnframt var ráðist á borgina Boukamal nærri landamærum Íraks.

Árásirnar voru gerðar degi eftir að Ísraelsmenn komu í veg fyrir atlögu að Gólan-hæðum.

Talsmaður Ísraelshers upplýsti í gær að fjórir hefðu verið felldir þá er þeir reyndu að koma sprengiefni fyrir við öryggisgirðingu við landamærin að Sýrlandi. Það atvik væri kveikjan að loftárásunum á Sýrland núna.

Samkvæmt upplýsingum ríkisfjölmiðilsins í Sýrlandi eru loftvarnir umhverfis höfuðborgina Damaskus í viðbragðsstöðu gagnvart utanaðkomandi árásum.

Frá árinu 2011 hefur Ísraelsher gert hundruð árása á stjórnarher Sýrlands, íranskar hersveitir í landinu og liðsmenn Hezbollah samtakanna. Ísraelsmenn hafa heitið því að sjá til þess að veru Íranshers í Sýrlandi linni.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi