Fréttir 19:00: Ríkisstjórn fundaði vegna COVID

04.08.2020 - 18:51
Forsætisráðherra segir aðgerðir gegn kórónuveirunni langhlaup, ekki spretthlaup. Fólk sé að læra að laga hegðun sína að breyttum aðstæðum. Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin ætli ekki að skera niður í ríkisfjármálum.

Þrjú ný innanlandssmit greindust í gær. Sóttvarnalæknir segir þó of snemmt að fagna árangri. Samgönguráðherra segir að takmörkun á fjölda ferðamanna verði síðasta úrræðið sem gripið verði til ef fleiri koma til landsins en hægt er að skima.

Gríðarlega öflug sprenging varð við hafnarsvæðið í Beirút í Líbanon í dag. Hundruð eru slösuð og ljóst að mannfall varð. Rauði krossinn hefur ekki undan að flytja slasaða en ekki virðist grunur um hryðjuverk. 

Lögreglunni í Svíþjóð hefur mistekist að halda aftur af vexti glæpagengja, segir ríkislögreglustjórinn þar. Tólf ára stúlka var skotin til bana í bardaga tveggja gengja.

Skylt er að bera grímu utandyra í mörgum borgum Frakklands vegna farsóttarinnar. Forseti Filippseyja ráðleggur fólki að sótthreinsa sig með steinolíu. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi