Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

1984 - George Orwell

Mynd: geekpeeks.com / geekpeeks.com

1984 - George Orwell

03.08.2020 - 14:00

Höfundar

Bók vikunnar að þessu sinni er 1984 eftir George Orwell.

Árið er hugsanlega 1984. Winston er þrjátíu og níu ára starfsmaður Sannleiksráðs en hann sér um að breyta upplýsingum í blöðum og kennslubókum eftir skipunum Flokksins. Winston kynnist Júlíu og þau reyna með útsjónarsemi að komast undan ströngu eftirliti Stóra bróður sem getur fylgst með öllu. Framtíðarsýn George Orwell er myrk og þrúgandi en bók hans markað sér svo fastan sess að setningar á borð við Stóri bróðir fylgist með þér eru flestum þekktar. George Orwell náði að ljúka skáldsögu sinni 1984 áður en hann dó árið 1949, Hann lifði ekki nógu lengi til að vita af velgengni hennar.

Hér í spilaranum fyrir ofan má heyra upplestra Þorvaldar Friðrikssonar og viðtal við Þórdísi Bachmann, þýðanda bókarinnar.

Umsjón þáttarins er í höndum Árna Kristjánssonar og viðmælendurnir eru Árni Bergmann rithöfundur og Katla Hólm pírati. Hér að neðan má hlusta á þáttinn Bók vikunnar í heild sinni,.

Mynd: geekpeeks.com / geekpeeks.com