45 lögreglumenn særðir eftir mótmæli í Berlín í gær

epaselect epa08579134 A demonstrator raises a copy of the German constitution in front of a row of policemen during the dispersion of a protest against coronavirus pandemic regulations in Berlin, Germany, 01 August 2020. An alliance of right wing groups have called to a democratic resistance demonstration for the first weekend in August. The nationwide rally 'Day of Freedom' will take place 01 August as a protest against the measures imposed by the Government in relation to the coronavirus pandemic. The events are organized by groups of various motives, right wing activists, conspiracy theory believers and more.  EPA-EFE/FELIPE TRUEBA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
45 lögreglumenn eru særðir eftir mótmæli í Berlín, höfuðborg Þýskalands, um helgina. Meðal annars fóru fram mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Lögreglan í Berlín handtók 133 mótmælendur á mótmælunum í gær, meðal annars fyrir að neita að hlýða fyrirmælum lögreglu, óeirðir og notkun á ólöglegum táknum. Þrír lögreglumenn voru fluttir á spítala. AFP fréttastofan greinir frá. 

Samkvæmt nýjustu upplýsingum tóku 20.000 manns þátt í mótmælunum, þar sem sóttvarnarreglur voru virtar að vettugi, fólk bar hvorki grímur né hélt fjarlægð sín á milli. Mótmælendur, sem margir voru öfga-hægrimenn og fylgjendur samsæriskenninga, héldu því fram að faraldurinn væri eitt stórt samsæri. 

Lögreglan hefur gefið út ákæru á hendur skipuleggjendum mótmælanna fyrir að virða ekki sóttvarnarreglur. Heilbrigðisráðherra landsins hefur gefið það út að „mótmæli eigi að vera möguleg þegar faraldur geisar, en ekki með þessum hætti“.

epa08579419 Demonstrators sit close to each other on the ground during a protest against coronavirus pandemic regulations in Berlin, Germany, 01 August 2020. An alliance of right wing groups have called to a democratic resistance demonstration for the first weekend in August. The nationwide rally 'Day of Freedom' will take place 01 August as a protest against the measures imposed by the Government in relation to the coronavirus pandemic. The events are organized by groups of various motives, right wing activists, conspiracy theory believers and more.  EPA-EFE/FELIPE TRUEBA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
epa08579386 Book author and conspiracy theorist Thorsten Schulte (C) speaks with the police during a protest against coronavirus pandemic regulations in Berlin, Germany, 01 August 2020. An alliance of right wing groups have called to a democratic resistance demonstration for the first weekend in August. The nationwide rally 'Day of Freedom' will take place 01 August as a protest against the measures imposed by the Government in relation to the coronavirus pandemic. The events are organized by groups of various motives, right wing activists, conspiracy theory believers and more.  EPA-EFE/FELIPE TRUEBA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hér ræðir samsæriskenningasmiðurinn og rithöfundurinn Thorsten Schulte við lögreglu
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi