Fólkið var í siglingu á einu skipa norska skipafélagsins Hurtigruten sem sigldi meðfram ströndum Noregs. Það er nú í höfn í Tromsø á meðan heilbrigðisyfirvöld reyna að hafa uppi á um fjögur hundruð farþegum sem voru í síðustu siglingum skipsins. „Þetta er afar erfitt verkefni og útheimtir bæði úrræði og sérþekkingu,“ segir Kathrine Kristoffersen, læknir í Tromsø.
Einn veiku skipverjanna kom frá Filipsseyjum fyrir rúmum tveimur vikum. Talið er að farþegi sem greindist á miðvikudag hafi smitast af honum.