Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Víða skúrir í dag

01.08.2020 - 08:27
Mynd með færslu
 Mynd: Belle Co - Pexels
Veðurstofan spáir austlægri átt, 5-13 m/s og rigningu suðaustanlands og norðvestantil í dag. Víða má búast við skúrum. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig og hlýjast á Norðausturlandi. Hvassast verður á norðaustanverðu landinu en einnig þurrast þar.

Á morgun má svo búast við að verði hæg breytileg átt. Styttir upp norðvestantil og á Suðausturlandi en skúrir fyrir norðan, á hálendinu og syðst. 

Hvassara á mánudag með norðaustanátt 8-13 m/s og rigningu norðvestantil. Hlýjast verður suðvestanlands, hiti 8 til 15 stig.  

Austlæg eða breytileg átt á þriðjudag og dálitlar skúrir, en að mestu þurrt á Norðausturlandi. Hiti á bilinu 7 til 14 stig. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV