Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Alríkislögreglumenn verða áfram í Portland

01.08.2020 - 06:23
Police officers detain a protester against right-wing demonstrators following an "End Domestic Terrorism" rally in Portland, Ore., on Saturday, Aug. 17, 2019. Although the main protest remained largely peaceful, some skirmishes erupted in the following hours and police detained multiple protesters. (AP Photo/Noah Berger)
 Mynd: AP images - AP
Alríkislögreglumenn verða áfram í borginni Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum þar til heimamenn geta haft taumhald á stjórnleysingjum og þeim sem æsa til uppþota.

Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti seint á föstudag. Öflug mótmæli hafa verið í borginni undanfarnar vikur en brotthvarf alríkislögreglumanna hefur verið í bígerð um nokkra hríð.

Lögreglumenn borgarinnar dreifðu mótmælendum sem voru víðsvegar um miðborgina á föstudaginn. Ted Wheeler borgarstjóri sagði það vera hluta samkomulags um að lögreglumenn alríkisins hyrfu á brott.

Vera alríkislögreglumanna í borginni hefur vakið mikla reiði, einkum eftir að í ljós kom að mótmælendur voru handteknir og færðir á brott í ómerktum bifreiðum. Hundruð mótmælenda eru enn á götum Portland.