Vaxandi álag á heilsugæslustöðvar

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Álag á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur aukist verulega vegna hópsýkingarinnar sem nú hefur brotist út og hefur þurft að endurskipuleggja starfsemina og fresta sumarfríum starfsfólks. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins segir að tekin verði sýni á einni heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu og á Læknavaktinni um helgina.  

„Fólk er að hringja til að fá ráð og vill komast í sýnatöku sem eru bara rétt viðbrögð og við erum að endurskipulegja okkar starfsemi  til að geta orðið við því.“

Vegna sumarleyfa hefur, undanfarið, ekki verið hægt að koma í sýnatöku á hverjum degi. Það hefur nú verið endurskoðað og fólk verið flutt úr öðrum verkefnum til að sinna henni. 

„Það verður gefið í með sýnatökur í dag og svo verður mikið fjölgað sýnatökum um helgina bæði á einni heilsugæslustöð sem sér um það og á læknavaktinni.“
 
Allir sem eru með einhver einkenni frá efri loftvegum eiga að hafa samband. 
  
„Þeir sem eru með hita, hálssærindi eða t.d. breytingar á lyktar- og mataskyni. Þeir eiga að hafa samband við sína heilsugæslustöð sem kemur þeim áfram í sýnatöku hvort sem það er í dag eða um helgina.“

„Eru þið að kalla fólk úr sumarfríi? Fólk er að hliðra til sínu sumarfríi já.“
 

 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi