Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þjóðvegi 1 lokað við Öræfi

31.07.2020 - 11:29
Lokaður vegur við Öræfi
 Mynd: Vegagerðin - Skjáskot
Vegagerðin hefur lokað Þjóðvegi 1 við Öræfi vegna hvassviðris. Áformað er að vegurinn verði opnaður fyrir umferð klukkan 12.

Allhvasst er nú á svæðinu, en búist er við að þar muni lægja lítið eitt eftir klukkan 14, en áfram verður þó fremur hvasst samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Um leið og lægðin nálgast má aftur reikna með hviðum um og yfir 35 m/s á þessum sömu slóðum frá kl. 19 og fram yfir miðnætti.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir