Grunur um smit í leikmannahópi Víkings

Mynd með færslu
 Mynd: Nordic Stadiums - https://www.nordicstadiums.com/

Grunur um smit í leikmannahópi Víkings

31.07.2020 - 11:12
Leikmenn karlaliðs Víkings úr Ólafsvík eru í sjálfskipaðri sóttkví og æfingum liðsins hefur verið frestað vegna gruns um COVID-19 smit í liðinu.

Mbl.is greinir frá þessu. Þar kemur fram að framkvæmdastjóri Víkings, Þorsteinn Haukur Harðarson, staðfesti það að æfingum liðsins hafi verið frestað þar sem einn leikmaður fór í sýnatöku í gær vegna gruns um smit. Félagið muni gefa út tilkynningu um leið ef niðurstaðan reynist jákvæð. 

KSÍ hefur frestað öllum knattspyrnuleikjum til 5. ágúst hið minnsta, en sóttvarnaryfirvöld sendu út þau tilmæli í gær að öllum íþróttakeppnum fullorðinna skyldi frestað til 10. ágúst.