Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

11 ný smit - 50 í einangrun og 287 í sóttkví

31.07.2020 - 11:11
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Ellefu ný innanlandssmit greindust í gær. 10 á veirufræðideild Landspítalans og 1 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 50 eru nú í einangrun með virkt smit og hafa ekki verið fleiri síðan 3. maí. Rúmlega 2.400 sýni voru tekin í gær. Einn er á sjúkrahúsi en hann var lagður inn á legudeild smitsjúkdómadeildar Landspítalans í gær.

Þetta kemur fram í nýjum tölum á covid.is. Ekki kemur fram hvort þeir sem greindust hafi verið í sóttkví. 

Þá greindust tveir með kórónuveiruna í landamæraskimun en þeir bíða eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV