Ellefu ný innanlandssmit greindust í gær. 10 á veirufræðideild Landspítalans og 1 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 50 eru nú í einangrun með virkt smit og hafa ekki verið fleiri síðan 3. maí. Rúmlega 2.400 sýni voru tekin í gær. Einn er á sjúkrahúsi en hann var lagður inn á legudeild smitsjúkdómadeildar Landspítalans í gær.