Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Lögreglusveitir eiga að yfirgefa Portland

30.07.2020 - 02:12
Federal officers disperse Black Lives Matter demonstrators at the Mark O. Hatfield United States Courthouse on Wednesday, July 22, 2020, in Portland, Ore. (AP Photo/Noah Berger)
Fjölmenn sveit þungvopnaðra alríkislögreglumanna hefur gengið hart fram gegn mótmælendum sem berst gegn kynþáttamisrétti í borginni Portland í Oregonríki. Hafa lögregluliðið og ríkisstjórn Trumps verið harðlega gagnrýnd fyrir harkalegar og að margra mati ólöglegar aðfarir laganna varða. Mynd: AP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að kalla lögreglusveitir frá borginni Portland í Oregon. Þangað voru þær sendar í óþökk borgaryfirvalda fyrr í júlí til að takast á við mótmælendur.

Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær sveitirnar yfirgefi borgina en Kate Brown ríkisstjóri Oregon segir brotthvarf þeirra eiga að hefjast á morgun.

Chad Wolf starfandi yfirmaður Homeland Security segir sveitirnar ekki hverfa á brott fyrr en fyrir liggi að lögreglulið borgarinnar geti tryggt öryggi þar.