Gul viðvörun á morgun

30.07.2020 - 06:23
Gul viðvörun 30.7.20
 Mynd: vedur.is - Skjáskot
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland á morgun. Hún er í gildi frá klukkan 2 aðra nótt til klukkan 16 síðdegis og búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, meðal annars undir Öræfajökli og við Reynisfjall.

Á vefsíðu Veðurstofu Íslands segir að þetta geti skapað hættuleg veðurskilyrði.

Til miðnættis í kvöld er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s . Bjart með köflum á norðaustanverðu landinu og stöku skúrir síðdegis, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Vaxandi austanátt á suðausturlandi og annesjum norðaustanlands í kvöld.  

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi