Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Yfirvöld í Hong Kong herða aðgerðir

27.07.2020 - 09:43
epa08562765 A woman wearing a face mask uses her mobile phone in Hong Kong, China, 23 July 2020. The city has seen record surges in COVID-19 cases in the past couple of weeks and some health experts have suggested that Hong Kong may have to go into lockdown.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Hong Kong herða nú aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Fólki er skylt að bera andlitsgrímur og í mesta lagi tveir mega hittast á almenningssvæðum. Veitingastaðir mega aðeins bjóða fólki upp á að taka mat með heim.

Kórónuveiran breiddist snemma til Hong Kong í byrjun árs en yfirvöld náðu fljótt tökum á faraldrinum. Smitum hefur fjölgað hratt þar í landi í júlí og fleiri en þúsund ný smit hafa greinst frá því í byrjun mánaðarins. Fjöldi smita í júlí er 40 prósent allra smita sem greinst hafa þar í landi frá því seint í janúar þegar faraldursins varð fyrst vart. Fleiri en hundrað ný smit hafa greinst daglega síðustu fimm daga. AFP fréttastofan greinir frá.

Sérfræðingar telja að hraða fjölgun smita megi rekja til þess að stjórnvöld veiti nú fleirum undanþágur frá reglu um fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins en áður. Fólk sem sinnir mikilvægum störfum, til dæmis á sviði samgangna og vöruflutninga til og frá landinu, er undanþegið reglunum. Reglur fyrir fólk í slíkum störfum hafa nú verið hertar.

epa08561765 A taxi driver (2-R) undergoes a swab test at a makeshift COVID-19 testing lab in a parking lot in Hong Kong, China, 23 July 2020. The city has seen record surges in COVID-19 cases in the past couple of weeks and some health experts have suggested that Hong Kong may have to go into lockdown.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sýnataka í bílastæðahúsi í Hong Kong