Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Yfir 60 myrt af vígamönnum í Súdan

27.07.2020 - 00:42
epa05431994 (FILE) A file picture dated 27 April 2005 shows African Union (AU) soldiers patrolling in the town of Muhujariya, south Darfur. According to media reports on 19 July 2016 African leaders approved deployment of regional troops from the AU in South Sudan after the recent fighting between opposing factions killed hundreds of people in South Sudan while the local government is against the deployment of the force. Forces will be from Kenya, Sudan, Uganda, Ethiopia, and Rwanda.  EPA/KHALED ELFIQI
Stjórnvöld hafa heitið því að senda hersveitir til Vestur-Darfur, til að vernda bændur og búalið og stilla til friðar. Mynd: epa
Yfir 60 óbreyttir borgarar voru myrtir og minnst 60 til viðbótar særðust þegar hundruð vopnaðra manna réðust á smábæ í vesturhluta Darfur-héraðs í Súdan í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar segir að árásarmennirnir hafi ráðist sérstaklega að fólki af Masalít-þjóðinni, myrðandi og meiðandi, og farið ránshendi um heimili þess áður en þeir brenndu þau til kaldra kola.

"Þetta var nýjasta dæmið af mörgum um mannskæðar árásir síðustu vikurnar á þessum slóðum, þar sem fólk er vegið, þorp og hús brennd til grunna, markaðir og verslanir rændar og innviðir eyðilagðir,“ segir í tilkynningu Samræmingarskrifstofunnar.

Byssumenn myrtu minnst 20 óbreytta borgara á sömu slóðum, þar á meðal börn, þegar fólkið vogaði sér út á akra sína í fyrsta sinn í mörg ár, segir í frétt AFP. Mannvíg síðustu vikna hafa beinst að afrísku búaliði sem hefur átt í útistöðum við arabíska hirðingja um árabil vegna landnýtingar.