Lífið skiptist í kafla

Mynd: Aðalsteinn Svanur Sigfússon / Aðalsteinn Svanur Sigfússon

Lífið skiptist í kafla

27.07.2020 - 09:01

Höfundar

Stundum þarf að taka sig upp í lífinu og finna því nýjan stað til að hefja nýjan kafla, segir danski rithöfundurinn Kim Leine, en fyrsta skáldsagan sem hann sendi frá sér Kalak er bók vikunnar að þessu sinni.

Kalak kom fyrst út í Danmörku árið 2007. Bókaútgáfan Sæmundur gaf bókina út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.

Kim Leine skrifaði bókina eftir að þeim kafla í lífi hans þar sem hann starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Grænlandi lauk. Bókin er að sínu leyti sjálssævisaga en uppbygging hennar og framsetning öll er í anda skáldsögu enda segir höfundar hér vera um „minningaskáldsögu“ að ræða.

Sagan Kalak hefst í raun þar sem hún endar, það er þegar misnotkun Kim Leine á innihaldi lyfjaskáps sjúkrahússins í Nuuk er afhjúpuð.

Hér má heyra fyrsta kafla sögunnar með tveimur úrfellingum. Fyrst les höfundurinn nokkrar línur á dönsku en síðan tekur Gunnlaugur Bjarnason og les nýútkomna þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Kim Leine les einnig tvö brot úr síðari hluta kaflans. Upptakan var gerð þegar útgáfu bókarinnar var fagnað í verslun Pennans Eymundsson í Austurstræti.