Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi

27.07.2020 - 13:22
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland. Viðvörunin er í gildi frá 12 til 20 í dag. Í landshlutunum er allhvöss norðvestanátt og hviður geta farið yfir 20 metra á sekúndu.

Hvassviðrið getur verið fyrir varasamt vegfarendur með aftanívagna og ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi