Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Varað við hviðum í Öræfum

25.07.2020 - 12:39
Mynd með færslu
 Mynd: Þorsteinn Roy Jóhannsson - Aðsend mynd
Veðurstofa Íslands varar við hviðum í Öræfum í kvöld og fram á morgundaginn. Spáð er vindi allt að 35 m/s á svæðinu þvert á veg, einkum á kaflanum frá Svínafelli/Freysnesi austur að Hofi.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Ísland segir að búist sé við að hviðurnar standi yfir frá kl. 21 í kvöld til 10 í fyrramálið.

Vegagerðin hefur sent út viðvörun á Twitter-síðu sinni:

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir