Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Norðmönnum ráðið frá Spánarferðum

24.07.2020 - 15:46
epa08553272 Tourists leave the airport after their arrival in Palma de Mallorca, Balearic Islands, Spain, 18 July 2020. A total of 348 flights are planned to land in the Balearic airports during the day, a 31.8 percent increase on the previous Saturday.  EPA-EFE/ATIENZA
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Norsk stjórnvöld ráðleggja fólki að ferðast ekki til Spánar nema það eigi þangað brýnt erindi. Ástæðan er sú að kórónuveirusmitum hefur fjölgað þar að undanförnu. Tilkynnt var í dag að Spáni og Andorra hefði verið bætt á rauða listann svonefnda yfir lönd sem fólki er ráðið frá að ferðast til. Þeir sem koma frá rauðu löndunum þurfa að fara í tíu daga sóttkví við heimkomuna.

Nágrannaríkið Svíþjóð er enn rautt að nokkrum héruðum frátöldum, þar á meðal Vermalandi og Skáni.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV