Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Var ber að ofan, öskrandi og æpandi

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust Í gærkvöldi nokkrar tilkynningar um karlmann í mjög annarlegu ástandi utandyra í Breiðholti og var sá ber að ofan, öskrandi og æpandi. Maðurinn fannst eftir nokkra leit og var látinn sofa úr sér í fangageymslum lögreglu.

52 mál voru bókuð hjá lögreglu síðasta hálfa sólarhringinn og þar af voru fimm vistaðir í fangageymslu.

Tveir voru handteknir í miðbænum á sjöunda tímanum í gær eftir að tilkynning barst um innbrot í verslun.

Þá var brotist inn á heilsugæslugæslustöð í Breiðholtinu um klukkan tvö í nótt. Gerandinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Nokkrir ökumenn voru þá stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Anna Sigríður Einarsdóttir