Enginn liggur undir grun vegna lambshræs sem fannst á Snæfellsnesi um miðjan mánuðinn. Hræið fannst í fjöruborðinu við Dritvík og bar þess merki að mannfólk hafi verið að verki. Lögreglustjórinn á Vesturlandi segir að málið sé óskrifað blað og hann á ekki von á því að misgerðarmennirnir finnist.