Litla grá og Litla hvít láta blóðprufu ekki á sig fá

23.07.2020 - 16:14
22. júlí 2020
 Mynd: Sea Life Trust
Yfirþjálfari mjaldranna í Vestmannaeyjum sýndi hvernig hvalirnir eru þjálfaðir til að vera sammvinnuþýðir við blóðsýnatöku. Hún segir Litlu grá og Litlu hvít fljóta hinar ánægðustu meðan dýralæknirinn stingi nálinni í sporðinn en þær jafna sig nú á magavkveisu.

Yfirþjálfari mjaldranna sýndi hvernig hún fær hvalina til þess að fljóta á bakinu svo auðvelt sé að taka blóðsýni úr þeim.  

„Þetta er blóðprufustellingin þeirra. Við gerum blóðsýnatökuna að leik fyrir þeim.“

Hún segir að þeim finnist gott að fljóta á bakinu með þessum hætti og að það auðveldi það að sjá æðarnar í blöðkunni á neðanverðum sporðinum. „Þetta er bara skemmtilegur leikur fyrir þeim, þær ráða hvort þeir taki þátt.“ 

Flytja átti mjaldrana í Klettsvík í byrjun júlí en þeir nældu sér í magakveisu og var flutningu því frestað um nokkrar vikur. 

Undirbúningur fyrir flutninga stendur engu að síður sem hæst. Í innilauginni verða mjaldrarnir fyrst fluttir í sérútbúnar börur sem þeir verða fluttir í með krana, fyrst í flutningabíl og síðan í lóðsbát, og þaðan út í sjókví. Sjókvíin er 32.000 fermetrar og 10 metra djúp og verður varanlegt heimili Litlu-gráar og Litlu-hvítar.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi