Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Kínversk könnunarflaug lögð af stað til Mars

23.07.2020 - 05:42
In this photo released by China's Xinhua News Agency, a Long March-5 rocket carrying the Tianwen-1 Mars probe lifts off from the Wenchang Space Launch Center in southern China's Hainan Province, Thursday, July 23, 2020. China launched its most ambitious Mars mission yet on Thursday in a bold attempt to join the United States in successfully landing a spacecraft on the red planet. (Yang Guanyu/Xinhua via AP)
 Mynd: AP
Fyrsta al-kínverska könnunarfarinu sem rannsaka á plánetuna Mars var skotið á loft í morgunsárið. Mun flugtakið hafa gengið að óskum. Könnunarflaugin er flutt út í geim með kínverskri Chang Zheng-5 eldflaug, sem skotið var upp frá Wenchang-eldflaugastöðinni á eyjunni Hainan í Suður-Kínahafi. Er könnunarfarinu síðan ætlað að halda ferðinni áfram til Mars og skila þangað rannsóknartækjum og tólum sem fara munu um yfirborð plánetunnar rauðu, taka þar sýni og myndir og senda til Jarðar.

Óvenju mikil traffík til Mars

Kínverjar eru ekki þeir einu sem huga að Marsleiðöngrum þessa dagana, því Sameinuðu arabísku furstadæmin skutu könnunarfari á loft á mánudaginni, og Bandaríkjamenn hyggjast gera hið sama í næstu viku. Það verður því óvenju mikil umferð á leiðinni til Mars næstu sjö mánuðina, sem er sá tími sem áætlað er að ferðin þangað taki.

Skýringin á þessari traffík er sú, að Mars er óvenju nálægt Jörðu um þessar mundir og verður bara rúmlega 61 milljón kílómetra héðan þegar hann smeygir sér milli Jarðar og sólar um miðjan október. Bíða þarf til ársins 2035 þar til svo stutt verður á milli plánetanna á ný. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV