Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eitt virkt smit úr landamæraskimun í gær

23.07.2020 - 11:12
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Eitt virkt smit var greint í gær úr 2.122 sýnum sem greind voru úr landamæraskimuninni. Nýgengi smita er nú 2,2 smit.

Samtals voru 2.171 sýni greint í gær úr landamæraskimuninni og á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Enn eru átta í einangrun með kórónuveirusmit, 78 eru í sóttkví og enginn á sjúkrahúsi með COVID-19.

Ekki hefur greinst innanlandssmit hér á landi síðan 2. júlí. 20 hafa greinst með virkt smit í landamæraskimuninni sem hófst 15. júní síðastliðinn. 93 hafa greinst með jákvætt sýni fyrir veirunni en verið með mótefni og þar af leiðandi ekki virkt smit.