Starfsmönnum Íslandspósts fækkaði um fjórðung 

22.07.2020 - 06:16
Birgir Jónsson
 Mynd: Fréttir
Starfs­mönn­um Ísland­s­pósts hef­ur fækkað um fjórðung eftir að hafist var handa við end­ur­skipu­lagn­ing fé­lags­ins á síðasta ári, en rekstur fyrirtækisins hafði verið þungur um árabil.

Frá því Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Ísland­s­pósts, tók við fé­lag­inu í maí í fyrra hefur stjórn­end­um fækkað um 30%, starfs­mönn­um í upp­lýs­inga­tækni um 25% og al­menn­um skrif­stofu­mönn­um um 27%. Morgunblaðið greinir frá þessu og segir starfs­fólki Íslandspósts hafa fækkað úr 1.060 í 790 á tímabilinu.

Jafn­framt hafa dótt­ur­fé­lög verið seld og fast­eign­ir verið sett­ar í sölu. „Það læt­ur nærri að við höf­um náð að skera kostnað niður um 1.100 millj­ón­ir á ári,“ er haft eftir Birg­i sem segir lyk­il­stjórn­end­ur Pósts­ins hafa afsalað sér kjara­samn­ings­bundn­um launa­hækk­un­um  í vor.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi