Metfjöldi smita í Ástralíu

22.07.2020 - 08:27
epa08557892 General view of signage on the exterior of the Royal Melbourne Hospital in Melbourne, Australia, 21 July 2020.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Fimm hundruð og tveir greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi nýsmita sem greinst hefur á einum degi síðan farsóttin barst til landsins.

Fyrra met var 28. mars, en þá voru staðfest smit 459. Flest nýrra smita í gær greindust í Viktoríuríki eða 484, langflest í höfuðstaðnum Melbourne. Tveir létust þar úr COVID-19. Íbúum er nú gert að vera með andlitsgrímur þegar þeir fara úr húsi.

Alls hafa nærri þrettán þúsund greinst með kórónuveirusmit í Ástralíu síðan faraldurinn barst þangað, en 128 hafa látist úr sjúkdómnum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi