Lögreglan lýsir eftir Ílónu

22.07.2020 - 03:53
Mynd með færslu
 Mynd: NN - Lögreglan á Norðurlandi eystr
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, sem er þrítug að aldri og búsett á Akureyri. Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar nyrðra. Ílóna er um það bil 170 sentimetrar á hæð með dökkt, axlarsítt hár og húðflúr á hálsi, aftan við hægra eyra. Hún er að líkindum í dökkum fötum; íþróttagalla, dökkri dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ílónu eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlega beðin að hafa samband við lögreglu tafarlaust í síma 112. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi