Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Bashir sóttur til saka fyrir valdarán

21.07.2020 - 09:25
Erlent · Afríka · Súdan
epa04984148 President of Sudan, Omar al-Bashir, addresses Parliament in Khartoum, Sudan, 19 October 2015. According to reports Bashir detailed a number of measures to improve the Sudanese economy and proposed a referendum April 2016 in the Darfur region
Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan. Mynd: EPA
Í morgun hófust í Kartúm réttarhöld yfir Omar al-Bashir, fyrrverandi forseta Súdans, og nokkrum fyrrverandi samstarfsmönnum hans, en þeir verða sóttir til saka fyrir valdaránið árið 1989 þegar Bashir komst til valda. 

Bashir hefur verið í haldi síðan honum var steypt af stóli í apríl í fyrra eftir nokkurra mánaða mótmæli í landinu. Hann var í desember dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvætti og spillingu.

Þá hafa honum verið birtar ákærur fyrir að fyrirskipa að skotvopnum skyldi beitt gegn þátttakendum í mótmælum gegn honum.

Í febrúar féllust valdhafar í Súdan á að Bashir yrði einnig látinn svara til saka fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag fyrir ódæðisverk gegn almennum borgurum í Darfur-héraði.