Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Von stefnir á Mars

epa07718772 Mohammed Nasser Al Ahbabi, Director General of the UAE Space Agency delivers speech during a ceremony to mark the fifth anniversary of the establishment of UAE Space Agency at The Ritz Carlton Hotel, Abu Dhabi, United Arab Emirates, 15 July 2019. According to reports, Al Ahbabi said the new UAE space law is in its final stage, noting the law will outline future policies and regulate investments in the space sector.  EPA-EFE/ALI HAIDER
Mohammed Nasser Al Ahbabi, forstjóri geimvísindastofnunar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Mynd: EPA-EFE - EPA
Mikill fögnuður braust út þegar eldflaug sem ber fyrsta geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna var skotið á loft frá Tanegashima geimferðamiðstöðinni í Japan.

Geimskotið hafði tafist í nokkra daga vegna veðurs en loks tókst ætlunarverkið rétt fyrir klukkan 22 í kvöld að íslenskum tíma. Ómannaða geimfarið sem heitir Al-Amal eða Von stefnir á reikistjörnuna Mars.

Búist er við að farið verði komið á braut um Mars í febrúar á næsta ári og mun hringsóla um reikistjörnuna í 687 daga. Auk Furstadæmanna stefna bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn á að senda ómönnuð för til rauðu reikistjörnunnar á þessu ári.

Ástæðan er sú að fjarlægðin þangað er með stysta móti um þessar mundir. Undanfarna áratugi hafa allmörg könnunarför verið send til Mars. Yfirlýstur tilgangur með ómönnuðum ferðum til Mars núna er rannsókn á veðurfari og andrúmslofti plánetunnar, en langtímamarkmiðið er sagt vera landnám mannsins þar á næstu öld.