Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Þýðandinn Gyrðir Elíasson

Mynd: Unknown / Unknown

Þýðandinn Gyrðir Elíasson

20.07.2020 - 10:50

Höfundar

Bók vikunnar að þessu sinni er Flautuleikur álengdar, ljóðaþýðingar eftir Gyrði Elíasson sem löngum hefur tekið sér hlé frá eigin skáldskap og þýtt ljóð skáldbræðra sinna og systra hvaðanæva að og frá ýmsum tímum. Í þættinum Bók vikunnar á sunnudaginn ræðir Halla Þórlaug Óskarsdóttir við þau Magnús Sigurðsson ljóðskáld og þýðanda og Ástu Kristínu Benediktsdóttur bókmenntafræðing.

Bókin Flautuleikur álengdar sem kom út hjá Uppheimum árið 2008 og var annað safn ljóðaþýðinga sem Gyrðir sendi frá sér.  Í bókinni er að finna ljóð 28 skálda sem flest eru frá Bandaríkjunum en nokkur líka frá Evrópu og Kanada.

Hér má hlusta á Jórunni Sigurðardóttur m.a. lesa ljóðin  „Bjartsýnismaðurinn“ eftir Nazim Hikmet,  „Orð við tóna úr lírukassa“ eftir Annie Dillard,   „Ort á andartaki“ eftir Aron Saroyan.  „Söngur kúrekans“ og „Hún“ eftir Ted Berrigan,  „Hvers vegna ég er ekki málari“ eftir Frank O´Hara. Einnig les Jórunn ljóðin  „Fyrirboði“ og „Gönguferð í dögun“ eftir Edward Hirsch, „Sólblóm í september“ eftir Franz Wright, „Íslensk endurvinnsla á sumarkvöldi“ eftir Bill Holm. Á milli ljóðalestrana má heyra viðtal við Gyrði um bókina Flautuleikur álengdar og um ljóðaþýðingar hans almennt. Gyrðir les í lokin ljóðið  „Rándýrið“ eftir Irving Layton.

 

Mynd: Unknown / Unknown