Serbía og Svartfjallaland falla af lista ESB

16.07.2020 - 17:10
Erlent · Innlent · COVID-19 · ESB · Ferðalög
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Aðildarríki ESB hafa uppfært lista þar sem afnumdar eru ferðatakmarkanir gagnvart íbúum tiltekinna ríkja. Serbía og Svartfjallaland eru ekki lengur á listanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu í dag.

Listinn er uppfærður á tveggja vikna fresti og hefur dómsmálaráðherra sett reglugerð sem tekur mið af honum. Reglugerðin tekur gildi í dag og því fækkar þeim löndum þar sem ríkisborgurum utan Schengen er heimilt að ferðast til Íslands niður í tólf.

Uppfærður listi:

 • Alsír
 • Ástralía
 • Kanada
 • Georgía
 • Japan
 • Marakkó
 • Nýja Sjáland
 • Rúanda
 • Suður Kórea
 • Tæland
 • Túnis
 • Úrúgvæ
Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi