Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Hvatt til notkunar andlitsgríma

16.07.2020 - 01:37
epa08387903 Customers, wearing face masks, shop for fruits and vegetables at Margaretenhof organic farm in Moers, Germany, 27 April 2020. In North Rhine-Westphalia starting from 27 April 2020 wearing a face mask will be mandatory for public transport, retail shops, medical practices and for trades and services if a distance of 1.5 meters cannot be maintained. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the COVID-19 disease.  EPA-EFE/SASCHA STEINBACH
 Mynd: EPA
Fjöldi skráðra tilfella Covid-19 í heiminum fór yfir 13,4 milljónir í gær og hátt í sex hundruð þúsund hafa látist.

Undanfarið hefur kórónuveirutilfellum fjölgað víða í heiminum sem hefur orðið til þess að fallið hefur verið frá tilslökunum og jafnvel settar strangari hömlur á samskipti fólks. Víðsvegar um heim er fólk skyldugt, eða hvatt til að nota andlitsgrímur á almannafæri.

Ástandið hefur verið mjög alvarlegt í Bandaríkjunum, undanfarna tíu daga hafa 55 til 65 þúsund ný tilfelli greinst þar á degi hverjum. Verslanakeðjur, stórmarkaðir og skemmtigarðar hafa lagt fast að viðskiptavinum sínum að bera andlitsgrímur. Viðlíka reglur hafa verið settar á Englandi, Írlandi, í Ástralíu og víðar.

Aukinnar bjartsýni gætir nú á að bóluefni finnist. Í lok júlí hefur bandaríska líftæknifyrirækið Moderna lokatilraunir á mönnum. Endanlegra niðurstaðna er mögulega ekki að vænta fyrr en í október 2022 en bráðabirgðaniðurstöður gætu borist mikið fyrr.