Eiður Smári og Logi taka við FH

Mynd með færslu
 Mynd: FH - FH - Instagram

Eiður Smári og Logi taka við FH

16.07.2020 - 16:45
Þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Þeir munu stýra liðinu út yfirstandandi keppnistímabil.

Fyrr í dag var greint frá því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari liðsins og tæki við Esbjerg í Danmörku. FH-ingar greina frá ráðningunni á Instagram reikningi sínum, en tilkynninguna má sjá hér að neðan.  Eið Smára þekkja flestir en hann er einn farsælasti knattspyrnumaður Íslands og lék meðal annars með Chelsea og Barcelona. Þá er hann nú aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins en hann hefur ekki þjálfað félagslið áður. Logi er einn reyndasti þjálfari landsins og hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandsliði Íslands. Þá hefur hann verið án þjálfarastarfs síðan hann lét af störfum hjá Víkingi 2018 en hann stýrði FH 2000 til 2001.

Næsti leikur FH, og sá fyrsti undir stjórn Loga og Eiðs Smára, er gegn botnliði Fjölnis á laugardag.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Eiður Smári og Logi Ólafsson ráðnir þjálfarar FH Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokks FH í knattspyrnu og munu taka að sér að stýra liðinu út yfirstandandi keppnistímabil. Ólafur Helgi Kristjánsson sem þjálfað hefur FH liðið undanfarin þrjú ár hefur gert samning við danska 1. Deildarliðinu Esbjerg fyrr í dag og taka við þjálfun liðsins í byrjun ágúst. Eiður Smári er einn besti leikmaður Íslands í knattspyrnu og á hann farsælan feril að baki sem leikmaður og vann fjölmarga titla með m.a. Chelsea og Barcelona. Eiður Smári á einnig langan landsliðsferil að baki og spilaði 88 landsleiki fyrir Ísland og er markahæsti leikmaður liðsins. Eiður Smári er aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins. Logi Ólafsson er einn reynasti þjálfari landsins og hefur þjálfað félagslið bæði hérna heima og erlendis ásamt því að stýra bæði kvenna- og karlalandsliði Íslands. Logi Ólafsson lék fyrir FH á sýnum leikmannaferli og stýrði FH ingum síðast 2001. FH býður Eið Smára og Loga velkomna til starfa og væntir góðs af störfum þeirra fyrir félagið. Fyrsti leikur undir þeirra stjórn er á laugardaginn gegn Fjölni í Grafarvogi og hvetjum við alla FH inga að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn. Mynd, Jóhannes Long

A post shared by FH-ingar (@fhingar) on

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ólafur sagður á leið til Danmerkur