Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hafði hníf meðferðis en ógnaði engum

15.07.2020 - 17:26
Mynd: Aðsend mynd / Aðsend mynd
Sérsveitin var kölluð út síðdegis í gær eftir að tilkynning barst um mann með hníf í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Sérsveitin stöðvaði síðar leigubíl sem maðurinn var farþegi í eftir að til hans sást í Breiðholti í Reykjavík.

Á meðfylgjandi myndbandi sést þegar sérsveitarmenn leiða farþega bílsins út og leita á þeim við bensínstöð við Norðurfell í Breiðholti.

Upphaflega sagði lögreglan að maðurinn hefði knúið dyra með hníf í hönd. Það reyndist ekki rétt. Maðurinn beitti hnífnum ekki á nokkurn hátt en hafði vissulega hníf meðferðis.

Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni í Kópavogi. Hann segir málið upplýst.

Mynd: Aðsend mynd / Aðsend mynd
Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV