Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Boðað til kosninga á Ítalíu í september

15.07.2020 - 16:04
epa08316906 An external view of the Chigi Palace during the meeting between Vice President of Forza Italia party Antonio Tajani, Secretary of Lega party Matteo Salvini and President of Fratelli d'Italia party, Giorgia Meloni, with Italian Prime Minister Giuseppe Conte at the Chigi Palace in Rome, Italy, 23 March 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/FABIO FRUSTACI
Chigi-höllin í Róm, embættisbústaður forsætisráðherra Ítalíu. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður á Ítalíu í september um að fækka fulltrúum á þingi landsins. Jafnframt fara fram kosningar til sex héraðsþinga. Neyðaraðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hafa verið framlengdar til næstu mánaðamóta.

Til stóð að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði í mars og héraðsþingkosningarnar í maí. Hvoru tveggja var frestað vegna COVID-19 farsóttarinnar sem hefur leikið Ítali grátt. Stjórnvöld í Róm boðuðu í dag að kosið yrði 20. og 21. september.

Þjóðaratkvæðagreiðslan er kosningaloforð Fimmstjörnuhreyfingarinnar. Til stendur að fækka þingmönnum í neðri deild þingsins úr 945 í 600 og þingmönnum efri deildarinnar, senatsins, úr 315 í 200. Reiknað hefur verið út að við fækkunina sparist fimm hundruð milljónir evra á hverju kjörtímabili. Flestir ítölsku stjórnmálaflokkarnir segjast styðja breytinguna.

Auk þessa þarf að kjósa til héraðsstjórna í Toskana, Puglia, Campania, Veneto, Marche og Lígúríu. Þar er rúmlega 21 milljón á kjörskrá. Talið er að úrslitin gefi góða vísbendingu um fylgið við stjórnarflokkana og stjórnarandstöðuflokka á hægri vængnum.

Enn eru strangar reglur í gildi á Ítalíu til að koma í veg fyrir að kórónuveiran taki að dreifast um landið á ný. Samþykkt var í gærkvöld að framlengja ráðstafanirnar til næstu mánaðamóta.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV