Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

250 mótmælendur handteknir í Hvíta-Rússlandi

15.07.2020 - 13:55
epa08546344 A woman (R) shouts, as police officers wearing protective face masks detain protesters during a rally in Minsk, Belarus, 14 July 2020, after Victor Babariko and Valery Tsapkalo were not registered as presidential candidates at the central election commission in Minsk, Belarus, 14 July 2020. The presidential campaign has continued in Belarus, with the election scheduled for 09 August 2020.  EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Óeirðalögregla í Hvíta-Rússlandi handtók í gær að minnsta kosti 250 mótmælendur. Þeir söfnuðust saman til að andæfa því að tveimur helstu pólitísku andstæðingum Aleksanders Lukashenkos forseta hefur verið meinað að bjóða sig fram gegn honum í forsetakosningum í næsta mánuði.

Mótmæli brutust út í höfuðborginni Minsk og nokkrum öðrum borgum í landinu. Yfirvöld saka forsprakkana um að hafa skipulagt þau á netinu. Þeir og fleiri eigi yfir höfði sér ákærur fyrir saknæmt athæfi og sektir og fangelsisvist. Yfir fjörutíu sem hvoru handteknir í Minsk hafa verið látnir lausir.

Amensty International fordæmdi í dag óþarfa hörku sem lögregla beitti stjórnarandstæðinga. Þá greina hvítrússnesku mannréttindasamtökin Vesna-96 frá því að  sumir mótmælendur hafi verið barðir. Lögreglan staðhæfir á móti að sex óeirðalögreglumenn hafi slasast og þeir sem áttu hlut að máli eigi ákærur yfir höfði sér.