Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rigning með köflum

14.07.2020 - 06:25
Mynd með færslu
 Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RÚV
Hæg breytileg átt verður ríkjandi víðast hvar á landinu en við suðurströndina verður suðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu. Í dag verður dálítil rigning með köflum eða skúrir, en þokuloft eða og súld úti við norður- og austurströndina. Hiti verður á bilinu átta til sautján stig, og verður hlýjast í innsveitum norðaustantil.

Á morgun verður vaxandi austlæg átt, milt veður og fer að rigna, en snýst síðar í norðanátt og kólnar fyrir norðan og austan. Útlit er fyrir áframhaldandi norðanátt um helgina með kalsarigningu fyrir norðan, en bjartviðri og milt sunnan heiða.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV