Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Geimskoti frestað

14.07.2020 - 08:59
epa07718772 Mohammed Nasser Al Ahbabi, Director General of the UAE Space Agency delivers speech during a ceremony to mark the fifth anniversary of the establishment of UAE Space Agency at The Ritz Carlton Hotel, Abu Dhabi, United Arab Emirates, 15 July 2019. According to reports, Al Ahbabi said the new UAE space law is in its final stage, noting the law will outline future policies and regulate investments in the space sector.  EPA-EFE/ALI HAIDER
Mohammed Nasser Al Ahbabi, forstjóri geimvísindastofnunar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Mynd: EPA-EFE - EPA
Frestað hefur verið um tvo sólarhringa að skjóta á loft ómönnuðu könnunarfari sem Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla að senda til reikistjörnunnar Mars.

Til stóð að farinu yrði skotið á loft frá Tanegashima-geimvísindastöðinni í Japan í kvöld, en þar sem veður er óhagstætt er nú stefnt á fimmtudagskvöld.

Ef allt fer samkvæmt áætlun verður farið komið á braut umhverfis jörðu í febrúar á næsta ári og mun það hringsóla um Mars í 687 daga. Markmiðið er að varpa skýrari mynd á lofthjúp reikistjörnunnar og veðurfar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV