Sýni greind í Íslenskri erfðagreiningu í viku í viðbót

13.07.2020 - 12:31
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sýni vegna skimana á landamærum verða greind í Íslenskri erfðagreiningu í viku í viðbót. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta öllum skimunum fyrir íslensk stjórnvöld í dag.

Landspítalanum tókst ekki að koma upp búnaði og tækjum á þeim sjö dögum sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafði gefið stjórnvöldum til að taka við af fyrirtækinu, segir Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu spítalans.

Í dag átti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining skimaði og Landspítalinn átti að taka við öllum skimunum á morgun. Spítalinn hefur unnið hörðum höndum undanfarna daga til að auka afköst við greiningar.

Spítalinn greindi mest 500 sýni á dag af 2000 sýnum sem stjórnvöld hafa sett sem viðmið.

Uppfært klukkan 14:20 - Kári Stefánsson segir samning um skimanir á landamærunum ekki hafa verið framlengdan, heldur hafi fyrirtæki hans boðist til þess að vera áfram innan handar á meðan Landspítalinn kemur upp búnaði.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi