Fylgi Dudas eykst í nýrri útgönguspá

13.07.2020 - 07:09
epa08542557 Incumbent President Andrzej Duda (C) with his wife Agata Kornhauser-Duda (L) and daughter Kinga Duda (R) react after initial exit polls in Polish Presidential elections in Pultusk, Poland, 12 July 2020. According to initiall exit polls, Polish President Andrzej Duda has won percent 50.4 percent of votes and Civic Coalition candidate and Mayor of Warsaw Rafal Trzaskowski has won 49.6 percent of votes in the second round of presidential elections in Poland.  EPA-EFE/LESZEK SZYMANSKI POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Forskot Andrzejs Dudas, Póllandsforseta, í forsetakosningunum eystra, vex lítið eitt á milli fyrstu útgönguspár og þeirrar þriðju sem birt var snemma í mogun.  Samkvæmt nýju útgönhuspánni hefur Duda fengið 51 prósent atkvæða, en Rafal Trzakowski, borgarstjóri Varsjárborgar, 49 prósent. Skekkjumörk í könnuninni, sem unnin eru af fyrirtækinu Ipsos, er eitt prósentustig.

Kjörsókn var afar góð, 68,9 prósent, og hefur aldrei verið meiri í pólskum forsetakosningum. Langar biðraðir mynduðust við kjörstaði þegar þeir voru opnaðir í gærmorgun. Yfirkjörstjórn hefur tilkynnt að engar opinberar niðurstöður verði birtar fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, þar á meðal utankjörfundaratkvæði. Því munu úrslit sennilega ekki liggja fyrir fyrr en síðdegis í dag eða jafnvel á morgun, þriðjudag.

Fjöldi fólks greiddi atkvæði utan kjörfundar, þar á meðal stórir hópar Pólverja sem búsettir eru erlendis. Útgönguspárnar ná ekki til þessara kjósenda og því gætu úrslitin reynst eitthvað frábrugðin því sem þær segja fyrir um, á hvorn veginn sem er. 
 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi