Dóttursonur Elvis Presley látinn

Mynd með færslu
Þrjár kynslóðir minnast Elvis á 75 ára afmæli hans 2010. Frá vinstri: Riley Keough, Priscilla Presley, Lisa Marie Presley og Benjamin Keough. Mynd: EPA

Dóttursonur Elvis Presley látinn

13.07.2020 - 06:50

Höfundar

Benjamin Keough, sonur Lisu Marie Presley og eini dóttursonur föður hennar, Elvis Presley, dó í gær. Umboðsmaður Lisu Marie staðfesti þetta við fréttamann AFP í gær. Keough, sem var 27 ára gamall, fannst látinn í bænum Calabasas í Kaliforníu í gær.

Umboðsmaðurinn, Roger Widynowski, lét ekkert uppi um dánarorsök en vefritið TMZ hefur eftir heimildarmanni innan lögreglu á staðnum að ungi maðurinn hafi svipt sig lífi með skotvopni. Aðrir kalifornískir fjölmiðlar hafa einnig fullyrt að Keough hafi svipt sig lífi.

Widynowski segir móður hans harmi lostna, óhuggandi og niðurbrotna af sorg. Elvis Presley dó árið 1977, 42 ára gamall. Lisa Marie var eina barn hans, en hana eignaðist hann með þáverandi konu sinni, Priscillu. Keough er sagður hafa verið lítið fyrir sviðsljósið þótt hann hafi lagt stund á tónlist og einnig leiklist öðru hvoru. Honum þótti svipa mjög til afa síns í útliti. Lisa Marie á þrjár dætur, sem allar eru á lífi. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Dularfullur dauðdagi og margra ára sukk

Mannlíf

Tugþúsundir minntust Elvis Presleys

Menningarefni

40 ár frá dauða Elvis