Ölvunarakstur víða í borginni í nótt

12.07.2020 - 08:25
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti níu ökumönnum sem grunaðir voru um ölvunarakstur í gærkvöld og nótt. Einn ók á umferðarljós í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Annar ökumaður grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, var stöðvaður í sama hverfi og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Hann er grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda, nytjastuld bifreiðar, vörslu fíkniefna og þjófnað. 

Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni í Garðabæ sem grunaður er um ölvun við akstur. Ökumaðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi