Lýsir yfir hryggð vegna breytinga á Hagia Sophia

epa08538782 A man prays in front of the Hagia Sophia Museum in Istanbul, Turkey, 10 July 2020. Turkey's highest administration court on 10 July 2020 ruled that the museum that was once a mosque built in a cathedral can be turned into a mosque again by anulling it's status as museum.  EPA-EFE/ERDEM SAHIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Lýsir yfir hryggð vegna breytinga á Hagia Sophia

11.07.2020 - 13:55

Höfundar

Alþjóða kirkjuráðið, sem í sitja fulltrúar 350 kristinna kirkna, hefur ritað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, bréf þar sem það lýsir yfir hryggð og vonbrigðum með áform forsetans um að breyta Hagia Sophia, einum merkustu fornminjum landsins, úr safni í mosku. 

Erdogan forseti Tyrklands frábað sér í dag alþjóðlega fordæmingu á ákvörðun sinni. Þetta sé vilji Tyrklands sem fullvalda ríkis. Erdogan tilkynnti í gær að bænir hæfust á ný í Hagia Sophia föstudaginn 24. júlí. 

Byggingin var reist í Istanbúl á sjöttu öld og var ein af höfuðkirkjum kristinnar trúar í þúsund ár. Eftir það var hún moska í fimm aldir þar til hún var gerð að safni um miðjan fjórða áratug síðustu aldar.

Recep Tayyip Erdogan forseti hefur þrýst á að Hagia Sophia verði gerð að mosku að nýju. Æðsti dómstóll Tyrklands heimilaði breytingarnar í vikunni.  

Byggingin er á heimsminjaskrá UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Forsvarsmenn hennar hafa óskað eftir að stöðu Hagia Sophia verði ekki breytt án samráðs. Erdogan lýsti því yfir á dögunum að afskipti útlendinga af málinu væru aðför að sjálfstæði Tyrklands.

 

Tengdar fréttir

Trúarbrögð

Heimila að breyta Ægisif í mosku

Evrópa

Erdogan vill breyta Ægisif í mosku