Hamilton á ráspól í bleytunni

epa08540671 A handout photo made available by the FIA of British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes AMG GP on his way to take the pole position during the qualifying session of the Formula One Grand Prix of Styria in Spielberg, Austria, 11 July 2020. The Formula One Grand Prix of Styria will take place on 12 July 2020.  EPA-EFE/GLENN DUNBAR / FIA/F1 HANDOUT  SHUTTERSTOCK OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - FIA/F1

Hamilton á ráspól í bleytunni

11.07.2020 - 17:45
Bretinn Lewis Hamilton var sneggstur í mark í tímatöku annars Austurríkiskappaksturs tímabilsins í Formúlu 1-kappakstrinum. Aðstæður voru erfiðar á brautinni í dag.

Keppni fer fram í Austurríki aðra helgina í röð en Formúlu 1-tímabilið í ár er heldur óhefðbundið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Liðsfélagi Hamiltons, Finninn Valtteri Bottas fagnaði sigri í fyrsta kappakstri ársins síðustu helgi.

Hamilton var þá annar í mark en hann lenti þó í fjórða sæti vegna refsingar sem hann fékk fyrir að keyra utan í annan bíl. Hamilton var þó fljótastur í mark í dag, 1,2 sekúndu fljótari en Hollendingurinn Max Verstappen á RedBull sem verður annar á ráslínu í kappakstrinum á morgun.

Verstappen snarsnerist út úr lokabeygjunni í síðustu atlögu sinni að ráspólnum í dag og verður því annar. Næstur á eftir honum er Spánverjinn Carlos Sainz á McLaren.

Efstu tíu í tímatöku dagsins

1 Lewis Hamilton Mercedes
2 Max Verstappen RedBull
3 Carlos Sainz McLaren
4 Valtteri Bottas Mercedes
5 Esteban Ocon Renault
6 Lando Norris McLaren
7 Alexander Albon RedBull
8 Pierre Gasly AlphaTauri
9 Daniel Ricciardo Renault
10 Sebastian Vettel Ferrari