Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þykknar upp á vestan- og suðvestanverðu landinu

10.07.2020 - 06:12
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Spáð er vestlægri átt í dag. Hún verður fremur hæg víðast á landinu, nema við suðurströndina. Þar getur hún náð allt að fimmtán metrum á sekúndu seinnipartinn. Þegar kvölda tekur fer að þykkna upp á vestan- og suðvestanverðu landinu. Búast má við súld og þoku þar í nótt og fram eftir morgninum á morgun.

Á austanverðu landinu var nokkuð hvasst og úrkomusamt í nótt. Vind mun lægja fyrri partinn í dag og sömuleiðis dregur úr úrkomu. Vindur verður víðast kominn undir átta metra á sekúndu á Austurlandi um kaffileytið, en áfram verður skýjað að mestu norðaustantil á landinu í dag.

Skýjað verður að mestu við vesturströndina, en bjartviðri á Suðurlandi og sunnanverðu hálendinu. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV