Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hvetur Ísraelsmenn til að hætta við

epa08518760 French President Emmanuel Macron addresses the closing press conference of the G5 Sahel Summit in Nouakchott, Mauritania, 30 June 2020. The leaders of the G5 Sahel West African countries and their ally France are meeting to confer over their troubled efforts to stem a jihadist offensive unfolding in the region, six months after rebooting their campaign in Pau, southwestern France.  EPA-EFE/LUDOVIC MARIN / POOL  MAXPPP OUT
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti í morgun Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til að hætta við áform um innlimun svæða Palestínumanna í Ísrael. Leiðtogarnir ræddust við í síma í morgun. 

Netanyahu hefur lýst yfir að landtökubyggðir á vesturbakka Jórdanar og í Jórdandal verði innlimaðar í Ísrael. 

Samkvæmt skrifstofu Frakklandsforseta lagði Macron á það áherslu í samtali sínu við ísraelska forsætisráðherrann að slíkur gjörningur bryti í bága við alþjóðalög og myndi torvelda enn frekar möguleikann á tveggja ríkja lausn á deilum Ísraelsmanna og Palestínumanna.

Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands, Egyptalands og Jórdaníu vörðuðu Ísraelsmenn við því fyrr í vikunni að láta verða af þessum áformum, sem kynni að hafa áhrif á samskiptin við þá.