Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Starfsfólk fari í sóttkví á eigin kostnað

09.07.2020 - 12:23
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ef starfsfólk Landspitalans fer til útlanda þarf það að fara í sóttkví í frítíma sínum.

Forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítalans hafa ákveðið að starfsfólk sem fer til útlanda í frí fari í sóttkví við heimkomu á eigin kostnað. Þetta kemur fram í tilkynningu viðbragðsstjórnar spítalans. Heilbrigðisráðherra hefur breytt reglum um landamæraskimun þannig að þeir sem búsettir eru hér skuli fara í fimm daga sóttkví við heimkomu og síðan í sýnatöku. Viðbragðsstjórn spítalans segir að starfsfólk þurfi að gera ráðstafanir og fá samþykkt frí fyrir sóttkví áður en það fer utan.