Mikael og félagar danskir meistarar

Mynd með færslu
 Mynd: Excelsior - RÚV

Mikael og félagar danskir meistarar

09.07.2020 - 20:22
FC Midtjylland tryggði sér í kvöld danska meistaratitilinn í fótbolta eftir sigur á FC Kaupmannahöfn. FCK getur ekki lengur náð Midtjylland á toppi deildarinnar.

Mikael Anderson, sem hefur spilað 5 A-landsleiki, byrjaði leikinn hjá Midtjylland en honum var skipt af velli þegar níu mínútur voru til leiksloka. Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FCK en fór meiddur af velli á 27. mínútu en þá var staðan 1-0 fyrir FCK. 

Midtjylland skoraði hins vegar þrjú mörk í seinni hálfleik og leiknum lauk 3-1, sem þýðir að Midtjylland er nú með 17 stiga forskot á FCK á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Midtjylland er þar með búið að tryggja sér danska meistaratitilinn en Mikael hefur spilað stórt hlutverk í liði Midtjylland á leiktíðinni.