Héldu að hann hefði slegið heimsmet Usains Bolt

epa07971427 YEARENDER 2019 OCTOBER
Noah Lyles of the USA prepares to compete in the men's 200m final at the IAAF World Athletics Championships 2019 at the Khalifa Stadium in Doha, Qatar, 01 October 2019. Lyles won the race.  EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ
 Mynd: EPA

Héldu að hann hefði slegið heimsmet Usains Bolt

09.07.2020 - 20:59
Þrír öflugir spretthlauparar kepptu í 200 metra hlaupi hver í sínu landinu í dag í sérstakri keppni sem bar heitið Inspiration Games. Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles náði ótrúlegum tíma og bætti í raun heimsmet Jamaíkumannsins Usain Bolt, eða það héldu allir sem fylgdust með.

Noah Lyles, sem vann gull á HM í Doha í 200 metra hlaupi í fyrra, keppti í Flórída í Bandaríkjunum en hann mætti þeim Christophe Lemaitre, sem hljóp í Sviss, og Churandy Martina, sem hljóp í Hollandi. Voru þeir allir ræstir á nákvæmlega sama tíma og gátu fylgst hver með öðrum á stórum sjónvarpsskjá.

Noah Lyles flaug í mark á 18,90 sekúndum en það er töluvert betri tími en heimsmet Usains Bolt sem er 19,19 sekúndur. Besti tími Lyles fyrir keppnina í dag var 19,50 sekúndur og var þetta því lygileg bæting. 

En þegar mótshaldarar fóru að skoða hlaupið nánar kom í ljós að Lyles hljóp ekki 200 metra heldur aðeins 185 metra því rásblokkin hans var á vitlausum stað á brautinni. 

Heimsmet Usains Bolt stendur því enn en það met setti Bolt á HM í Berlín árið 2009.